Undanfarna daga hafa heimsóknir á heimasíðu stéttarfélaganna slegið öll met og hafa um 1600 manns verið að fara inn á síðuna að staðaldri til að fylgjast með gangi mála. Þá hafa fjölmiðlar einnig vitnað töluvert í síðuna. Í því sambandi má einnig nefna að fjölmiðlar hafa boðað komu sína til Húsavíkur á morgun til að fjalla um þá kjarasamninga sem Framsýn hefur gengið frá á síðustu dögum og verkfall aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem hefst á hádegi á morgun.