Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn í Hafliðabúð 26.mars. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar; Vikar Már Vífilsson formaður, Þórður Þórðarson varaformaður og Axel Jóhannesson ritari.
Aðalfundur Sjómannadeildar félagsins var haldinn í Hafliðabúð 24. apríl. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar; Sigfús Kristjánsson formaður, Árni Bragi Njálsson varaformaður og Jóhann Ægir Halldórsson ritari.
Aðalfundur Verslunar- og skrifstofudeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn í veitingastaðnum Bárunni 18.mars. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn deildarinnar; Kristín Kristjánsdóttir formaður Unnur Lilja Elíasdóttir varaformaður og Guðrún Þorleifsdóttir ritari.Það er líflegt starf í Verkalýðsfélagi Þórshafnar.