Félagar munið samstöðufundinn í kvöld

Framsýn boðar til samstöðufundar/félagsfundar í kvöld kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Farið verður yfir stöðu mála og næstu skref í kjaraviðræðum félagsins við viðsemjendur. Fyrir liggur tillaga um að heimla formanni að fara í viðræður við forsvarsmenn fyrirtækja á félagssvæðinu í ljósi stöðunnar þar sem allt er í hnút í kjaraviðræðum SGS og SA. Þá verður gengið frá reglum um greiðslur úr Vinnudeilusjóði félagsins til félagsmanna. Félagar fjölmennið þrátt fyrir leiðinda veður.

Deila á