Eins og fjallað hefur verið um voru verkfallsaðgerðir á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins samþykktar með miklum glæsibrag í nýlegri atkvæðagreiðslu. Um 95% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir sem eiga að hefjast eftir viku, það er fimmtudaginn 30. apríl. Niðurstaðan var sérlega glæsileg meðal félagsmanna í Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Þar voru 73 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 47 eða 64.38% félagsmanna. Já sögðu 47 eða 100 %, glæsilegra verður það ekki.
Samstaðan um að hefja verkfallsaðgerðir er hvergi betri en á Þórshöfn.