Klukkan 24:00 í gærkvöldi lauk atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands þar á meðal Framsýnar. Óhætt er að segja að útkoman sé glæsileg þar sem um 96% félagsmanna Framsýnar samþykkti verkfallsboðunina varðandi þá tvo kjarasamninga sem atkvæðagreiðslan náði til. Atkvæðagreiðslan var rafræn en Framsýn hefur ekki áður verið með rafræna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.
Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Almenni kjarasamningurinn/SGS og SA
Á kjörskrá 392
Kjörsókn 231 eða 58,93%
Já 222 eða 96,10%
Nei 7 eða 3,03%
Auðir 0,87%
Kjarasamningur starfsmanna í ferðaþjónustu/SGS og SA
Á kjörskrá 117
Kjörsókn 47 eða 40,17%
Já 45 eða 95,74%
Nei 2 eða 4,26%
Auður 0 eða 0%