Farið yfir stöðuna í Vaðlaheiðargöngum

Fulltrúar Framsýnar tóku hús á starfsmönnum og yfirmanni Vaðlaheiðargangna á verkstað  í gær. Hluti starfsmanna eða um helmingur er í Framsýn. Búið er að bora um 56% af göngunum, sem gera um 4,1 km. Þar af er búið að grafa 2,7 km Eyjafjarðar megin og 1,4 km austan megin. Göngin verða samtals um 7,2 km. Um þessar mundir er verið að bora Fnjóskadalsmegin þar sem ekki hefur tekist að loka á hita og vatnsrennsli í göngunum að vestan verðu. Hitastigið er um 32 gráður. Verði ekki fleiri tafir verður væntanlega hægt að keyra í gegnum göngin vorið 2017. Ljóst er að það munu margir fagna því enda löngu tímabær samgöngubót.

Formaður og varaformaður Framsýnar áttu ágæta stund með yfirmanni og nokkrum starfsmönnum Vaðlaheiðagangna í gær. Farið var yfir stöðu mála varðandi framkvæmdirnar við göngin og þá urðu einnig umræður um væntanleg verkföll sem koma til framkvæmda síðar í þessum mánuði verði ekki búið að semja fyrir þann tíma.

Deila á