Afar mikilvægt er að félagsmenn greiði atkvæði með boðun verkfalls. Atkvæðagreiðsla stendur yfir og eiga allir að hafa fengið kjörgögn. Atkvæðagreiðslan er rafræn. Ef það er einhver sem telur sig hafa rétt til að kjósa en hefur ekki fengið kjörgögn er viðkomandi beðin(n) að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna strax. Atkvæðagreiðslu lýkur næsta mánudag kl. 24:00. Þann dag verður Skrifstofa stéttarfélaganna opin til kl. 19:00.
Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls stendur nú yfir og greinilegt er að menn ætla að sýna samstöðu og greiða atkvæði með boðun verkfalls ef marka má þátttökuna í atkvæðagreiðslunni sem er með miklum ágætum.