Vilt þú vera fulltrúi Framsýnar á ársfundi Lsj. Stapa?

Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl í Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00. Framsýn á rétt á 11 fulltrúum á ársfundinn. Félagsmenn sem jafnframt eru greiðendur til sjóðsins er velkomið að gefa sig fram sem fulltrúar Framsýnar á ársfundinn. Vinsamlegast hafið samband við formann félagsins, Aðalstein Árna Baldursson, fyrir 21. apríl sé áhugi fyrir því að fara á fundinn. Til viðbótar má geta þess að fundurinn er opinn öllum sjóðsfélögum.

Framsýn leitar eftir fulltrúum sem vilja fara á ársfund Lsj. Stapa þann 29. apríl n.k.

Deila á