Líf og fjör í Reykjahlíðarskóla

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, tók daginn snemma í morgun og fór í heimsókn í Reykjahlíðarskóla. Skólinn er öflugur grunnskóli í Mývatnssveit. Markmiðið með heimsókninni var að fræða elstu nemendur skólans um vinnumarkaðinn og tilgang stéttarfélaga. Fjörugar umræður sköpuðust milli nemendanna og verkalýðsforingjans. Að sögn formannsins voru nemendurnir einstaklega skemmtilegir og hressir. Sjá myndir:

Deila á