Félagsmönnum Framsýnar gefst nú tækifæri til þess í fyrsta skiptið að greiða atkvæði með rafrænum hætti í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Það er von stjórnar Framsýnar að félagsmenn komi til með að fagna þessari einföldu leið til að greiða atkvæði, ekki síst í ljósi þess að félagssvæði Framsýnar er mjög stórt eða um 17% af landinu.
Félagsmenn Framsýnar koma til með að greiða atkvæði með rafrænum hætti í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Það hefur ekki verið gert áður hjá félaginu.