Forsvarsmenn Framsýnar áttu vinsamlegan fund með forsvarsmönnum verktakanum LNS Sögu í dag sem eru að hefja framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar. Verkinu á að vera lokið haustið 2017. Fjöldi starfsmanna kemur að uppbyggingunni sem koma til með að vera m.a. í Framsýn og Þingiðn enda koma bæði verkamenn og eins iðnaðarmenn að uppbyggingunni.
Fulltrúar Framsýnar áttu góðan fund með forsvarsmönnum LNS Sögu í dag. Fimm fulltrúar frá fyrirtækinu tóku þátt í fundinum ásamt fulltrúum Framsýnar og framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.