Fulltrúar frá Framsýn voru með fræðslu um kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga í Stórutjarnaskóla í dag. Að sjálfsögðu gekk kynningin vel enda vandaðir og góðir nemendur í skólanum sem voru tilbúnir að hlýða á boðskapinn. Fræðslan náði til nemenda í níunda og tíunda bekk skólans. Það er til mikillar fyrirmyndar þegar skólar standa fyrir fræðslu um þennan mikilvæga málaflokk og óska eftir fræðslu frá stéttarfélögunum. Sjá myndir: