Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í febrúar 2015 var 3,6%. Að meðaltali voru 5.842 atvinnulausir í febrúar og fjölgaði atvinnulausum um 115 að meðaltali frá janúar. Atvinnuleysið á Norðurlandi eystra er aðeins fyrir ofan landsmeðtaltalið eða 3,7%. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 118 atvinnulausir í lok síðasta mánaðar.
Atvinnuleysi eftir sveitarfélögum:
Norðurþing 77 einstaklingar
Langanesbyggð 19 einstaklingar
Þingeyjarsveit 10 einstaklingar
Skútustaðahreppur 7 einstaklingar
Tjörneshreppur 3 einstaklingar
Svalbarðshreppur 2 einstaklingar