Landsvirkjun undirritaði nýlega samning við erlendan aðila um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkun. Kaupverðið er 5,6 milljarðar íslenskra króna. Í samtölum við forsvarsmenn Landsvirkjunar í fjölmiðlum kemur fram að stefnt er að því að virkjunin hefji rekstur haustið 2017. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir við bygginguna hefjist í vor. Samkvæmt þessum áætlunum verður mikið um að vera á Þeistareykjarsvæðinu næstu árin sem er afar ánægjulegt. Ákvörðun Landsvirkjunar um að hefja framkvæmdir við uppbyggingu á stöðvarhúsi í sumar gefa góðar vísbendingar um að stóra ákvörðunin um uppbyggingu á orkufrekum iðnaði á Bakka verði tekin með vorinu.
Það gera sér ekki allir grein fyrir þeim miklu framkvæmdum sem eru að hefjast á Þeistareykjum með byggingu á stöðvarhúsi og öðrum byggingum sem ráðast þarf í samhliða virkjuninni.