
Framsýn hefur skipað þriggja manna aðgerðarhóp. Hópnum er ætlað að undirbúa aðgerðir vegna hugsanlegra verkfalla komi til þess að samþykkt verði að hefja verkfallsaðgerðir á félagssvæði Framsýnar. Eins og kunnugt er voru kjarasamningar lausir um síðustu mánaðamót.
Það er hjá félagsmönnum Framsýnar á almenna vinnumarkaðinum en ekki hjá ríki og sveitarfélögum. Miðað við viðbrögð Samtaka atvinnulífsins við sanngjörnum kröfum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, stefnir í hörð átök á vinnumarkaði í apríl.

Stéttarfélög víða um land búa sig undir átök þar sem Samtök atvinnulífsins hafna alfarið kröfum stéttarfélaganna um sérstaka hækkun til þeirra lægst launuðu.