Fréttabréf með orlofskostum sumarið 2015 væntanlegt

Félagsmenn stéttarfélaganna mega reikna með Fréttabréfi í byrjun mars sem helgað verður möguleikum félagsmanna á orlofskostum sumarið 2015. Félagsmenn geta reiknað með sambærilegu framboði og var síðasta sumar. Þó verður eitt hús til viðbótar í boði, það er orlofshús í Svínadal sem er innaf Hvalfirði. Húsið er í eigu Verkalýðsfélags Akraness sem hefur lánað Framsýn húsið. Í staðinn fær VA orlofshús Framsýnar á Illugastöðum í sumar. Félagsmenn mega reikna með að blaðið komi út fyrir 10. mars n.k. Umsóknarfrestur um húsin verður síðan fram í apríl. Nánari upplýsingar verða í fréttabréfinu þegar það kemur út.

Að venju verður mikið framboð af orlofshúsum fyrir félagsmenn  sumarið 2015.

Deila á