Topp þjónusta hjá Flugfélaginu Erni

Það er vel hugsað um farþegana sem fljúga með Flugfélaginu Erni. Eins og menn hafa orðið varir við hefur veðurfarið verið heldur leiðinlegt undanfarið. Svo var þegar flogið var til Húsavíkur frá Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn en þá var töluverð snjókoma og vindur. Í stað þess að senda farþegana út í snjókomuna var þeim boðið að ganga upp í vélina inn í flugskýlinu. Vélin var síðan dregin út úr skýlinu og flogið til Húsavíkur. Sá sem þetta skrifar hefur flogið töluvert mikið í gegnum tíðina en aldrei upplifað að ganga upp í flugvél inn í húsi sem síðan er dregin út úr flugskýli og flogið á loft. Þetta er þjónusta í lagi.

Brosandi starfsmenn flugfélagsins tóku á móti flugfarþegum til Húsavíkur síðasta þriðjudag.

Gengið um borð í vélina sem var inn í flugskýlinu.

Bless og góða ferð til Húsavíkur sögðu fraktmennirnir eftir að hafa hlaðið vélina inn í flugskýlinu í stað þess að gera það í leiðindaveðri úti á flughlaðinu.

Komið til Húsavíkur eftir gott flug. Vélin var nánast full af farþegum en hún tekur 19 farþega.

Deila á