Alþýðusambandið stóð fyrir samráðsfundi um upplýsinga- og kynningarmál síðasta mánudag. Um 30 fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins tóku þátt í fundinum sem var með þjóðfundarsniði. Fundarmenn veltu fyrir sér eftirfarandi spurningum; Hvernig getum við unnið meira saman, hvernig getum við komið málstað verkalýðshreyfingarinnar betur á framfæri og hvar liggja tækifærin í upplýsingamiðlun? Meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Framsýn leggur mikið upp úr góðu kynningarstarfi. Í því sambandi má geta þess að félagið í samstarfi við önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna heldur úti öflugri heimasíðu sem fjölmargir heimsækja daglega auk Fréttabréfs.
Aðalsteinn og Ásgrímur Örn Hallgrímsson upplýsingafulltrúi hjá Einingu-Iðju voru ánægðir með fundinn sem fjallaði um upplýsinga- og kynningarmál stéttarfélaganna innan ASÍ.Gunnar Steinn Pálsson flutti fróðlegt erindi um þróun í upplýsinga- og kynningarmálum og kom inn á framtíðarsýnina í þeim málum.
Gunnar Steinn Pálsson fjallaði um þróu í upplýsinga- og kynningarmálum og fór auk þess yfir framtíðarsýnina í þeim málum.
Mörgum góðum hugmyndum var komið á framfæri varðandi kynningarmál stéttarfélaga.