Samiðn boðar til formannafundar um kjaramál

Samiðn hefur boðað til formannafundar aðildarfélaga ásamt samninganefnd sambandsins til að ræða vinnulag og áherslur í komandi kjarasamningsgerð. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík næsta föstudag.

Á fundinum mun formaður Samiðnar Hilmar Harðarson gera grein fyrir þeirri undirbúningsvinnu sem fram hefur farið m.a. í samstarfi við önnur iðnaðarmannasamtök og gera grein fyrir megin áherslum iðnaðarmanna-samtakanna varðandi endurnýjun kjarasamninga.

Allir formenn aðildarfélaga og deilda ásamt samninganefnd Samiðnar eru boðaðir en einnig er félögum og deildum velkomið að taka fleiri með sér á fundinn t.d. varaformenn.

Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum er aðili að sambandinu. Jónas Kristjánsson formaður verður fulltrúi félagsins á fundinum.Formenn Þingiðnar og Framsýnar fara yfir stöðu kjaramála. Mikil vinna er í gangi hjá þeim landssamböndum sem félögin eiga aðild að í kjarasamningsgerð enda kjarasamningar lausir næstkomandi sunnudag.  Aðalsteinn hefur verið mikið á fundum í Reykjavík um kjaramál og Jónas mun taka þátt í mótun kröfugerðar Samiðnar, en sambandið hefur boðað til fundar í Reykjavík á föstudaginn.

Deila á