Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að breyta iðnaðarhúsnæði við Langanesveg á Þórshöfn í íbúðir. Því miður hafa framkvæmdir stöðvast þar sem eigendur húsnæðisins hafa ekki gert upp við verktakana sem komið hafa að framkvæmdunum. Starfsmennirnir leituðu til Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í gegnum Verkalýðsfélag Þórshafnar sem vinnur að því að innheimta ógreidd laun í samráði við lögmenn stéttarfélaganna.
Húseignin er í eigu Lónshafnar ehf. Fyrirtækið er í eigu einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Til stendur að gera nokkrar íbúðir í húsnæðinu en verkið er stopp þar sem eigendur hafa ekki gert upp laun við starfsmenn.