130 einstaklingar án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,6% í janúar. Að meðaltali voru 5.727 atvinnulausir og fjölgaði þeim um 97 milli mánaða. Hlutfallslegt atvinnuleysi á Norðurlandi eystra var nokkuð hátt eða 3,8%. Aðeins á Suðurnesjunum var hærra atvinnuleysi eða 5,8% af áætluðum mannafla.

Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum var atvinnuleysið mest í sveitarfélaginu Norðurþingi en þar voru 80 skráðir atvinnulausir í lok síðasta mánaðar. Þá voru 27 skráðir atvinnulausir í Langanesbyggð, 11 í Þingeyjarsveit, 8 í Skútustaðahrepp og 2 í Tjörneshrepp og Svalbarðshrepp. Samtals voru 130 skráðir atvinnulausir á svæðinu sem er aukning milli mánaða.

Alltof margir ganga um götur og velli atvinnulausir. Ekki síst þess vegna er mikilvægt að framkvæmdir hefjist á Bakka með vorinu.

Deila á