Það er alveg ljóst að það var góð fjárfesting sem Framsýn og Þingiðn réðust í þegar stéttarfélögin fjárfestu í Þorrasölum í Kópavogi. Félagsmenn hafa almennt verið ánægðir með íbúðirnar auk þess sem þær hafa hækkað verulega í verði frá því að félögin eignuðust þær sumarið 2012.
Framsýn og Þingiðn eiga fjórar íbúðir í Þorrasölum. Mikil ánægja er með íbúðirnar og eru þær í stöðugri útleigu til félagsmanna. Þess má geta að aðalfundur húsfélagsins í Þorrasölum fer fram í kvöld í Kópavogi. Formenn Framsýnar og Þingiðnar verða á staðnum.
Vel gengur að selja búðirnar sem auglýstar eru til sölu í Þorrasölum, það er í þeim fjöleignarhúsum sem nú eru í byggingu.