Hlaup.is hefur nú tekið saman einkunnir sem hlauparar gáfu hlaupum ársins 2014. Hlaupunum er skipt niður í tvo flokka, götuhlaup og utanvegahlaup. Hæsta einkunn í hvorum flokki fyrir sig skilar titlinum „Götuhlaup ársins 2014“ og „Utanvegahlaup ársins 2014“. Að baki valinu eru rétt rúmlega 1400 einkunnir þar sem hinum ýmsum þáttum hlaupanna eru gefin stig.
Að þessu sinni hlaut Fjögurra skóga hlaupið titilinn „Utanvegahlaup ársins 2014“ og Vestmannaeyjahlaupið var kosið „Götuhlaup ársins 2014“.
Fjögurra skógahlaupið er haldið í sólkistu norðlenskra dala Fnjóskadalnum og það er bsv. Þingey sem hefur haft veg og vanda að skipulagningu þess, en hlaupið var haldið í fjórða sinn í sumar. Í Fjögurra skógahlaupinu er hægt að velja um nokkrar vegalengdir, en hlaupið er eftir skógivöxnum hlíðum dalsins, eftir bökkum Fnjóskár sem liðast silfurtær eftir dalnum endilöngum.
Viðurkenning sem þessi er mikill heiður fyrir mótshaldara, en að sama skapi hvatning til áframhaldandi góðra verka.
Fjölmargir styrktu hlaupið sl. sumar með einum eða öðrum hættti, þess má geta að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök á svæðinu hafa lagt sitt að mörkum í formi vinninga og var Framsýn einn styrktaraðila hlaupsins sl. sumar. Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Jónas Reynir Helgason sá ágæti maður og ljósmyndari.
Verðlaun fyrir besta utanvegahlaupið 2014, mikil og góð viðurkennig fyrir Bsv. Þingey. Björgunarsveitin hefur haft veg og vanda að skipulagningu hlaupsins sem haldið var í fjórða sinn í sumar.
Tekið á því í fallegu umhverfi í Vaglaskógi.
Ungir sem gamlir(eldri) hlaupu saman og nutu þess í botn.
Ég skal komast í mark!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þessir komust á verðlaunapall í karlaflokki í 30,6 km hlaupinu. Þorbergur Ingi Jónsson einn fremsti langhlaupari landsins sigraði í þessari vegalengd. Til hamingju með það.