Formenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness hittust í vikunni og fóru yfir stöðuna í kjaramálum, orlofsmálum og verkalýðsmálum almennt. Ekki þarf að taka fram að fundurinn hafi verið vinsamlegur þar sem mjög gott samstarf hefur verið milli félaganna í gegnum tíðina sem tekið hefur verið eftir. Þessi fundur var enginn undantekning frá því.
Vilhjálmur formaður Verkalýðsfélags Akraness og hans starfsfólk tók vel á móti Aðalsteini formanni Framsýnar og Kristbjörgu Sigurðar fyrrverandi varformanni Framsýnar.