Sjá fyrir sér 311 þúsund króna laun

Eins og fram hefur komið stóð Framsýn fyrir félagsfundi um kjaramál í gær. Í upphafi fundar voru fundarmenn beðnir um að taka þátt í leynilegri launakönnun. Sé tekið meðaltal svarenda kemur í ljós að menn telja að grunnlaun þurfi að vera kr. 311.244,- á mánuði og að samið verði til allt að þriggja ára.

Fundarmenn tóku þátt í launakönnun í gær. Greinilegt er að væntingar fólks eru miklar.

Framsýn stóð ekki bara fyrir skriflegri könnun heldur voru nokkrir fundarmann teknir í viðtal um áherslur þeirra í kjaramálum. Svör þeirra munu birtast hér á síðunni síðar í dag en tæknimenn eru að ganga frá myndbandi með viðtölunum.

Framsýn mun leggja mikla áherslu á að uppfræða félagsmenn um stöðu mála í viðræðum við SA og áherslur félagsins í kjaramálum. Hér má sjá Rafnar Orra Gunnarsson taka fundinn upp í gær en hann kemur að kynningarmálum hjá félaginu.

Deila á