Iðgjald til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hækkaði um 0,10% þann 1. janúar 2015 og er nú 0,30%. Í kjarasamningi SA og VR/LÍV 2014 sem Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á aðild að segir:
9.3. Starfsmenntasjóður
Vinnuveitendur greiða 0,20% af launum félagsmanna í starfsmenntasjóð. Iðgjaldið hækkar í 0,3% frá og með 1. janúar 2015.
Ef fyrirtæki sinnir starfsmenntamálum með formlegum hætti og ver til þeirra sambærilegum eða meiri fjármunum en nemur framangreindu hlutfalli skal hins vegar greitt sem svarar 0,10% af launum félagsmanna þess fyrirtækis. Stjórn sjóðsins staðfestir að þau skilyrði séu uppfyllt á grundvelli upplýsinga frá fyrirtæki.
Stéttarfélögin greiða mótframlag sem svarar ¼ af greiddu framlagi vinnuveitenda til verkefnisins.
Sjá samkomulag VR/LÍV og SA um starfsmenntamál frá 1. júní 2000.
Sjá nánari upplýsingar um lækkun á iðgjaldi og aðra styrkjamöguleika á www.starfsmennt.is