Félagsfundur um kjaramál- áríðandi fundur

Framsýn boðar til félagsfundar um kjaramál miðvikudaginn 14. janúar 2015. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna og hefst kl. 17:00. Á fundinum verður kallað eftir kröfum félagsmanna varðandi launalið þeirra kjarasamninga sem félagið á aðild að. Í kjölfar fundarins hefjast síðan viðræður við Samtök atvinnulífsins um breytingar á kjörum félagsmanna Framsýnar þar sem samningar eru almennt lausir 28. febrúar. Afar mikilvægt er að félagsmenn komi sínum skoðunum á framfæri við félagið á fundinum eða með því að senda skilaboð á netfangið kuti@framsyn.is
Stjórn Framsýnar
Framsýn boðar til áríðandi fundar um kjaramál miðvikudaginn 14. janúar kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Mikilvægt er að félagsmenn komi sínum skoðunum á framfæri við forsvarsmenn félagsins.
Deila á