Takk kærlega fyrir okkur

Í morgun færðu stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík Gjafa- og minningarsjóði Hvamms heimili aldraðra fallega gjöf til kaupa á spari matar- og kaffistelli fyrir 60 manns og geymsluskáp undir stellið. Verðgildi gjafarinnar er kr. 350.000.

Friðrika Baldvinsdóttir formaður Gjafa- og minningarsjóðsins tók við gjöfinni og þakkaði kærlega fyrir hönd sjóðsins og heimilismanna á Hvammi. Sagði hún gjöfina koma að mjög góðum notum. Fram að þessu hefði ekki verið til sérstakt spari matarstell á heimilinu.

Frá afhendingu gjafarinnar, fulltrúar gefenda; Aðalsteinn Á. Baldursson Framsýn, Jónas Kristjánsson Þingiðn og Höskuldur Skúli Hallgrímsson frá Íslandsbanka. Með þeim eru frá Hvammi og Gjafa- og minningarsjóði heimilisins; Friðrika Baldvinsdóttir, Emilía Harðardóttir, Sigríður Jónsdóttir og Áslaug Halldórsdóttir. Að sjálfsögðu fylgdi konfektkassi með gjöfinni.

Framsýn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn og útibú Íslandsbanka á Húsavík færðu Hvammi heimili aldraðra veglega gjöf í morgun sem á eftir að koma að góðum notum fyrir heimilismenn og gesti þeirra. Hér er Friðrika að þakka fyrir gjöfina sem hún sagði koma að góðum notum.

Pétur Helgi húsvörður og Höskuldur Skúli tóku tal saman. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið öflugir knattspyrnumenn á sínum tíma.

Deila á