Sparisjóður Norðurlands og Verkalýðsfélag Þórshafnar tóku höndum saman og studdu myndarlega við lestrarhesta í byggðinni. Bókasafnið á Þórshöfn leitaði liðsinnis þeirra fyrir skömmu til að geta aukið við bókakost því nýjar bækur örva alltaf lestraráhugann. Þessar frábæru stofnanir gáfu samtals 100.000 krónur til bókakaupa og senda ungir sem gamlir bókaormar þeim alúðarþakkir fyrir stuðninginn.
Þessar heiðurskonur hafa komið að starfsemi Verkalýðsfélags Þórshafnar sem er með öfluga starfsemi í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi sem er félagssvæði félagsins.