Þrjátíu félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur mættu og áttu góðan aðalfund undir stjórn Stefáns Stefánssonar formanns. Í skýrslu stjórnar kom fram að auk 11 funda á vegum félagsins var boðið upp á tvær Spánarferðir fyrir félagsmenn á árinu 2013 sem mæltust mjög vel fyrir. Þar sem STH er í góðu samstarfi við stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum með orlofshús og íbúðir þótti ekki ástæða til að fara í þessháttar samstarf við önnur starfsmannafélög innan Samflots. Nýtingin á orlofshúsi félagsins á Eiðum var góð en töluvert vatnstjón varð á húsinu vegna mikils vatnsveðurs á svæðinu og í kjölfarið var farið í kostnaðarsamar endurbætur sem skýra að nokkru leyti taprekstur félagsins á árinu 2013. Stefán Stefánsson formaður til 19 ára tilkynnti á fundinum að hann mundi láta af formannsstörfum fyrir félagið á næsta ári. Helga Eyrún Sveinsdóttir, Helga Þuríður Árnadóttir og Ása Gísladóttir voru endurkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára en ásamt þeim sitja Stefán Stefánsson og Guðrún Brynjarsdóttir í stjórninni. Félagsgjald verður óbreytt og ekki kom til lagabreytinga. Eftir fundinn sátu félagsmenn áfram við spjall og góðar jólaveitingar í boði félagsins.Stefán Stefánsson formaður Starfsmannafélags Húsavíkur hefur ákveðið að hætta sem formaður félagsins á næsta ári en þá hefur hann verið formaður í 20 ár.