Sveitamennt, er það ekki fræðslusjóður fyrir bændur?

Framsýn hefur í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við Framhaldsskólann á Húsavík um kynningu á starfsemi stéttarfélaga og atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum. Í dag komu tveir hópar frá skólanum í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Starfsmenn stéttarfélaganna tóku vel á móti gestunum og fengu þeir fræðslu um viðfangsefnið. Í kjölfarið urðu góðar umræður og spurðu gestirnir út í réttindi þeirra á vinnumarkaði og þjónustu stéttarfélaganna. Eðlilega voru nemendurnir ekki vel inn í öllum málum enda markmiðið að afla sér þekkingar með heimsókninni á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Það var myndarlegur hópur nemenda úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag.

Það er bara gaman að koma í heimsókn og full ástæða til að brosa.

Þessi ágæta spurning kom fram í dag: Hvernig er það, er ekki Fræðslusjóðurinn Sveitamennt fyrir bændur? Nei, var svarið. Starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar hafa aðgengi að Sveitamennt, það er starfsmenn Norðurþings, Tjörneshrepps, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Gestirnir úr FSH voru sammála um að kynningin hefði verið áhugaverð.

Að sjálfsögðu fá allir góðir gestir gjöf frá Framsýn. Í dag fengu allir húfu frá félaginu.

Deila á