Formaður og varaformaður Framsýnar heimsóttu í kvöld starfsmenn Vaðlaheiðagangna sem jafnframt eru félagsmenn í Framsýn. Farið var lauslega yfir þeirra réttindi og skyldur og hlutverk stéttarfélaga á Íslandi en starfsmennirnir eru allir erlendir. Fundurinn var mjög vinsamlegur og voru starfsmennirnir ánægðir með heimsóknina frá Framsýn. Um 10 starfsmenn voru á vakt en fundurinn fór fram á vaktaskiptum starfsmanna.
Starfsmennirnir tóku brosandi á móti fulltrúum Framsýnar í kvöld. Þeir fengu smá glaðning frá félaginu, það er snyrtitöskur og húfur.