Kobbi á leið á þing

Þing Sjómannasambands Íslands verður haldið í Reykjavík 4. og 5. desember.  Framsýn á rétt á einum fulltrúa af 51 þingfulltrúa á vegum aðildarfélaga Sjómannasambandsins. Gengið hefur verið frá því að Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Sjómannadeildar félagsins verði fulltrúi félagsins og Kristján Þorvarðarson til vara.
Jakob Hjaltalín verður fulltrúi Framsýnar á þingi Sjómannasambands Íslands í byrjun desember. Hér er hann ásamt tveimur stjórnarmönnum úr Sjómannadeild Framsýnar á undirbúningsfundi.
Deila á