Í 19. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna er kveðið á um jafna stöðu kvenna og karla til launa fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þá er starfsmönnum ávalt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa. Skrifstofa stéttarfélaganna fær reglulega fyrirspurnir um hvort laun séu trúnaðarmál þegar starfsmönnum er gert að skrifa undir ráðningarsamninga með þeim fyrirvara. Laun eru ekki trúnaðarmál s,br. þessi lög. Sjá 19. grein:
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
19. gr. Launajafnrétti.
• Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
• Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.
• Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.
Laun eru ekki trúnaðarmál velji starfsmenn að skýra frá sínum launakjörum.