Framsýn hefur áhuga fyrir því að standa fyrir opnum félagsfundum í vetur um atvinnu- og byggðamál. Hugmyndin er að halda einn fund í mánuði, það er á laugardagsmorgnum. Fyrsti fundurinn verður haldinn á morgun, laugardaginn 8. nóvember kl. 11:00 í fundarsal félagsins. Þá mun Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri hjá Norðurþingi fræða fundargesti um stöðu mála á Bakka. Skorað er á þá sem hafa tillögur um gott fundarefni að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Við erum opin fyrir flestu sem er áhugavert og kallar á góða fundarsókn. Rétt er að ítreka að fundirnir eru öllum opnir, það er félagsmönnum og öllum þeim öðrum sem hafa áhuga fyrir þeim málum sem tekin verða fyrir í vetur.
Framsýn, stéttarfélag