Sjá ekki ástæðu til að svara

Framsýn leitaði til allra þingmanna kjördæmisins og óskaði eftir skoðun þeirra á ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember nk.

Nokkrir þingmenn svöruðu og má sjá svör þeirra á heimasíðu stéttarfélaganna. Framsýn þakkar þeim fyrir viðbrögðin og svör þeirra þar sem skilningur þeirra á mikilvægi þess að þjónustuskrifstofan á Húsavík verði starfrækt áfram kemur skýrt fram.

Því miður sáu ekki allir þingmenn kjördæmisins ástæðu til að svara fyrirspurn Framsýnar sem full ástæða er til að gagnrýna harðlega. Reyndar vekur furðu að þeir skuli ekki svara þessari mikilvægu fyrirspurn sem skiptir miklu máli fyrir samfélagið í Þingeyjarsýslum. Starf sem kostar innan við 3 milljónir á ári með öllu.

Þetta eru þingmennirnir og ráðherrarnir sem sáu ekki ástæðu til að svara; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Gunnarsdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.

Deila á