Sjóðurinn heitir Þróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmannafélaga hjá ríkinu kt. 550698-3079, Skipagötu 14, Pósthólf 75, 602 Akureyri. Félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur sem starfa hjá ríkinu eiga aðgang að sjóðnum.
Markmið sjóðsins er að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma og efla símenntun félagsmanna sem eru í hlutaðeigandi stéttarfélögum með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.
Sjóðurinn sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar sem eru í samræmi við markmið hans til:
a) ráðuneyta, stofnana og vinnuveitenda sem í sjóðinn greiða
b) hlutaðeigandi stéttarfélaga
c) verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur.
Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram a.m.k. ársfjórðungslega. Stjórnin skal kom sér upp samræmdu matskerfi á umsóknum m.a. með tilliti til þeirra þarfa sem umsækjandi telur sig vera að uppfylla og setur sér nánari starfsreglur. Sjóðurinn er fjármagnaður með 0,5% greiðslu ríkissjóðs eða annarra af heildarlaunum félagsmanna sjóðsins.
Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum mönnum til tveggja ára í senn, tveimur skipuðum af fjármálaráðherra og tveimur af hlutaðeigandi stéttarfélögum. Stjórnin kýs sér formann og varaformann.
Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður fulltrúi Kjalar stéttarfélags
Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður fulltrúi fjármálaráðherra
Unnur Sigmarsdóttir meðstjórnandi fulltrúi Samflots bæjarstarfsmannafélaga