Bæjarráð Norðurþings bókaði síðasta fimmtudag um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka á Húsavík. Sjá bókunina:
3. 201409006 – Boðuð lokun starfsstöðvar Vinnumálastofnunar á Húsavík
Fyrir fund bæjarráðs er til umfærðu boðuð lokun starfsstöðvar Vinnumálastofnunar á Húsavík.
Sveitarfélagið Norðurþing harmar mjög ákvörðun Vinnumálastofnunar (VMST) er varðar niðurskurð á starfsemi stofnunarinnar á Húsavík. Jafnframt er harmað að VMST hafi ekki haft samráð eða samskipti um málið áður en þessi ákvörðun var tekin. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá að þessi aðgerð samræmist stefnu stjórnvalda í því að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Bæjarráð Norðurþings hvetur VMST til að draga þessa ákvörðun til baka og aukinheldur efla starfsstöð sína í Þingeyjarsýslum með því að hafa starfsmann í 100% stöðu á Húsavík til að sinna héraðinu öllu.