Stjórn Framsýnar situr nú á fundi í Skógum í Fnjóskadal. Mörg mál eru á dagskrá fundarins auk þess sem stjórnarmenn munu fá kynningu á gangi framkvæmda við Vaðlaheiðargöng.Fundurinn hófst klukkan 17:00 og mun standa fram eftir kvöldi. Nánari fréttir af fundinum verða á heimasíðu stéttarfélaganna á morgun.
Um helmingur starfsmanna sem starfar við Vaðlaheiðargöng eru í Framsýn. Starfsmönnum á örugglega eftir að fjölga þar sem borað er á félagssvæði Framsýnar, það er í Fnjóskadal.