Þingmenn svara

Framsýn hefur skorað á þingmenn kjördæmisins að gefa upp afstöðu þeirra til þess að Vinnumálastofnun loki þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík eftir mánuð, það er 1. desember. Svör eru farin að berast. Fyrstur til að svara er Kristján L. Möller sem skrifar til félagsins:

Ég er mótfallinn því að starfið verði lagt niður á Húsavík og að húsnæðinu verði sagt upp. Hér er um einhliða ákvörðun stjórnvalda að ræða og ekkert samráð eða samtal hefur verið í þingmannahópi kjördæmisins út af þessu. Það er reyndar ekki einsdæmi um þessar mundir.“

Með kærri kveðju

Kristján L Möller

Deila á