Forsvarsmenn og starfsmenn Framsýnar áttu ljúfa stund með Kristbjörgu Sigurðar á föstudaginn. Kristbjörg lét af störfum sem varaformaður félagsins í vor. Að því tilefni var ákveðið að bjóða henni í óvissuferð um helgina sem tókst í alla staði mjög vel og var öll hin skemmtilegasta.
Drottningin kemur í Menningarhúsið Grobbholt á Skógargerðismelnum á glæsibifreið með einkabílstjóra.
Drottningin kemur í Menningarhúsið Grobbholt á Skógargerðismelnum á glæsibifreið með einkabílstjóra.
Boggu var vel fagnað. Formaður Þingiðnar Jónas Kristjánsson faðmaði Boggu eins og allir aðrir á svæðinu.
Að sjálfsögðu stóðu menn heiðursvörð enda heiðurskona á ferð.Boðið var upp á söngskemmtun í Menningarhúsinu, hvað annað?Bogga skal hún heita! Falleg lífgimbur í Grobbholti var skýrð í höfuðið á Boggu við hátíðlega athöfn.Valdimar Guðmannsson fyrrverandi veraklýðsforingi frá Blönduósi var heiðursgsetur enda var hann náinn samstarfsmaður Boggu þegar hann starfaði að verkalýðsmálum. Hér skálar hann fyrir Boggu úr horni í Grobbholti.Menn færðu sig um sett í félagsaðstöðu stéttarfélaganna. Þar var haldið áfram að syngja fram eftir kvöldi.Bubbi hvað, Þórdís fór á kostum.Valdimar færði Boggu fallega gjöf um leið og hann þakkaði henni samstarfið að verkalýðsmálum til fjölda ára.Misti andlitið. Bogga fékk sérstök verðlaun, Benni 2014, frá félögum sínum í Framsýn. Eins og sjá má komu verðlaunin Boggu verulega á óvart.Formaður Framsýnar þakkaði Valdimari og Ólöfu konu hans fyrir samstarfið í gegnum tíðina og færði þeim smá gjöf frá félaginu.Elsku Bogga, takk fyrir okkur og allt það sem þú hefur gert fyrir stéttarfélagið Framsýn sem er eitt öflugasta stéttarfélag landsins.