Samið við Fjallalamb

Framsýn hefur gengið frá samningi við Fjallalamb um kjör starfsmanna í sláturhúsi fyrirtækisins. Samningurinn tryggir starfsmönnum ákveðin kjör og bónusgreiðslur í sláturtíðinni. Starfsmenn geta nálgast samninginn á kaffistofu fyrirtækisins eða á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Nýji samningurinn tryggir starfsmönnum betri tímalaun en kveðið er á um í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands.

Deila á