Miklar framkvæmdir í gangi

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar gerði sér ferð upp á Þeistareyki fyrir helgina. Með í för voru einnig starfsmenn stéttarfélaganna og fulltrúar frá Þingiðn og Starfsmannafélagi Húsavíkur. Hreinn Hjartarson staðarverkfræðingur Landsvirkjunar tók á móti gestunum og fór yfir framkvæmdirnar sem eru í gangi. Að sögn starfsmanna í eldhúsinu hafa allt að 70 manns verið í hádegismat og þeim á eftir að fjölga þegar framkvæmdir fara á fullt.Setið og hlustað á Hrein fara yfir framkvæmdirnar á Þeistareykjum.

Deila á