Fulltrúar Framsýnar funduðu með Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra fyrir helgina. Tilefni fundarins var að ræða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember n.k. Að sögn formanns Framsýnar var fundurinn vinsamlegur en ráðherra gaf ekki út hvort kæmi til greina að draga ákvörðunina til baka.
Aðalsteinn og Huld funduðu með ráðherra. Aðalsteinn er ekki bjartsýn á að ráðherra dragi ákvörðunina til baka um að loka þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík síðar á þessu ári.