

Fulltrúar Framsýnar eiga fund með félags- og húsnæðismálaráðherra í næstu viku þar sem málefni Vinnumálastofnunar verða til umræðu en til stendur að loka starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík. Framsýn og reyndar sveitarstjórn Norðurþings hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega.