Góður fundur um lífeyrissjóðsmál

Framsýn stóð fyrir góðum félagsfundi um lífeyrissjóðsmál síðasta þriðjudag. Gestur fundarins var Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Lsj. Stapa. Kári fór yfir stöðu sjóðsins og horfur auk þess að kynna nýtt réttindakerfi sem er til skoðunar að taka upp hjá sjóðnum. Eftir greinagóða yfirferð Kára fékk hann fjölmargar spurningar sem vörðuðu umræðuefnið á fundinum. Fundarmenn voru almennt á því að fundurinn hefði verið upplýsandi og góður.

Kári Arnór fór yfir nýtt réttindakerfi hjá Lsj. Stapa sem er til skoðunar að taka upp hjá sjóðnum verði það samþykkt meðal sjóðsfélaga.

Menn voru hugsi á fundinum.

Fundarmenn voru duglegir að leggja spurningar fyrir framkvæmdastjóra Lsj. Stapa.

Hugsandi systur á fundinum, Laufy og Þórdís Jónsdættur.

Deila á