Samið við Keahótel ehf

Stéttarfélögin hafa gengið frá áframhaldandi samningi við Keahótel um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmanna til viðbótar niðurgreiðslum frá félögunum. Hótelin sem verða í boði eru; Hótel Kea og Hótel Norðurland á Akureyri og Reykjavík Lights í Reykjavík. Stéttarfélögin hafa ekki áður boðið félagsmönnum upp á gistingu á Reykjavík Lights.Reykjavik Lights Hotel er concept design hotel, það eina sinnar tegundar á Íslandi. Hótelið er frábærlega vel staðsett við Laugardalinn í Reykjavík og býður uppá falleg og björt herbergi. Hótelið stendur við Suðurlandsbraut 12. Hægt er að fá upplýsingar um verð á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Hugmynd/hönnun: Síbreytileiki ljóss og birtu á Íslandi og hvernig breytileg birtan hefur áhrif á daglegt líf fólksins í landinu er hugmyndin á bakvið concept hönnun hótelsins. Þar er notast við gamla íslenska tímatalið og vísar hvert herbergi í ákveðinn tíma ársins.
Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur áfram til boða gisting á hagstæðu verði á Akureyri og í Reykjavík í vetur. Hægt er að fara inn á heimasíðuna keahotels.is til að fræðast betur um þau hótel sem eru í boði.
Deila á