Það var mikil stemning í Hraunsrétt í gær þegar bændur í Aðaldal réttuðu í yndislegu veðri. Sjá myndir:
Baldur í Ystahvammi og Hákon í Árbót voru sælir og glaðir eins og aðrir í Hraunsrétt í gær.
Þessir ungu herramenn eiga það sameiginlegt að vera ættaðir úr Presthvammi.
Bjarni og Þórey búa myndarlegu búi í Aðaldal.
Höfðingarnir, Gunnsteinn og Kjartan tóku tal saman, væntanlega hafa þeir verið að tala um fé og göngur.
Fríða og Guðmundur voru ánægð með stemninguna á réttunum í gær.
Björgunarsveitarmaðurinn Guðbergur Ægisson bjargaði lambi sem átti erfitt með gang.
Sæþór bóndi skoðar mark á lambi með ungu áhugasmömu fólki.
Það hafa sjaldan eða aldrei verið eins margir á Hraunsrétt eins og í gær, allavega í seinni tíð.
Það var allt fullt af fé í Hraunsrétt í gær og reyndar mannfólki líka.