Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur ekki svarað bréfi Framsýnar um ósk um fund vegna lokunar Vinnumálastofnunnar á Húsavík þann 1. desember nk. Félagið ítrekaði beiðni félagsins í dag auk þess sem formlega var óskað eftir fundi með forstjóra Vinnumálastofnunnar um málið.