Það var föngulegur hópur félagsmanna stéttarfélaganna sem lagði af stað frá Skrifstofu stéttarfélaganna nú kl. 13:00 áleiðis til Færeyja. Farið verður með Norrænu frá Seyðisfirði í kvöld. Áætluð heimkoma til Íslands er þriðjudaginn 9. september. Við óskum hópnum velfarnaðar og skemmtunar hjá frændum okkar í Færeyjum.
Það var glæsilegur hópur félagsmanna stéttarfélaganna sem fór í síðustu ferð fyrir nokkrum árum. Hann er ekki síðri hópurinn sem lagði af stað til Færeyja í þessum skrifuðu orðum.